Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 30. júlí 2024 10:09
Elvar Geir Magnússon
Reiði yfir aukaspyrnudómnum sem KR jafnaði eftir
Finnur Tómas skorar jöfnunarmarkið.
Finnur Tómas skorar jöfnunarmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR gerði 2-2 jafntefli gegn KA í Bestu deildinni í gær en það var mikil dramatík í leiknum þar sem Finnur Tómas Pálmason jafnaði fyrir KR þegar uppgefinn uppbótartími var liðinn.

„KR er að jafna á seinustu sekúndum leiksins. Jóhannes Kristinn á aukaspyrnu inn á teig - Aron flikkar boltanum áfram en Finnur skallar í netið af stuttu færi," skrifaði Þorsteinn Haukur Harðarson sem textalýsti leiknum hér á Fótbolta.net.

Sveinbjörn, bróðir Hallgríms og Hrannars leikmanna KA, birti myndband á samfélagsmiðlinum X af aukaspyrnunni sem Axel Óskar Andrésson krækti í fyrir KR og markið kom upp úr.

„Þetta er svo mikill aumingjaskapur.. Það má ekkert.. Það er gefið allt bara ef maður er nægilega mikill aumingi!" skrifaði Sveinbjörn en það var Pétur Guðmundsson sem dæmdi leikinn.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 KA


Athugasemdir
banner
banner
banner