Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   þri 30. júlí 2024 12:52
Innkastið
„Þegar Val er boðið á dansleikinn þá hrynja þeir“
Valsmenn töpuðu illa fyrir Fram.
Valsmenn töpuðu illa fyrir Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Mark hefur fengið mikla gagnrýni.
Bjarni Mark hefur fengið mikla gagnrýni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram vann 4-1 sigur gegn Val í Bestu deildinni á sunnudag en Valsliðið hefur alls ekki náð að nýta tækifærið þegar keppinautarnir í toppbaráttunni hafa verið að hiksta.

„Eins og ég horfi á þetta er þetta fyrst og fremst hugarfarið hjá leikmönnum, þeir eru í þessu Evrópuverkefni og voru á einhverjum allt öðrum stað," segir Sverrir Örn Einarsson fréttamaður Fótbolta.net í Innkastinu þar sem rætt var um leikinn í Úlfarsárdalnum.

Stutt er síðan Valur tapaði gegn ÍA í deildinni og þá tapaði liðið gegn KA í undanúrslitum bikarsins.

„Þegar Valur fær tækifæri, þegar verið er að bjóða upp á þeim á dansleikinn, þá hrynja þeir. Eins og í undanúrslitum bikarsins, bikarúrslitaleikurinn var fyrir framan þá en þá voru þeir hörmulegir," segir Elvar Geir Magnússon í þættinum.

„Þetta hefur verið viðloðandi Val svo lengi, þeir klikka á að gíra sig í leiki á mikilvægum tímapunktum. Það er stundum eins og menn í Val haldi að þeir geti tekið leiki með vinstri, að þeir geti valið sér leiki."

Bjarni Mark átti algjöra hauskúpuframmistöðu
„Þetta lið og Arnar þurfa kannski að vinna eitthvað til að komast yfir þennan hjalla, til að liðið hafi trú á því að það geti þetta. Það er fáránlegt að segja það þegar maður horfir yfir hópinn þeirra. Það þýðir ekki að mæta í leik þar sem menn ætla að setja pressu á Víking, besta lið Íslands, og vera 3-0 undir á móti Fram eftir 30 mínútur," segir Valur Gunnarsson og segir varnarleik Vals og hvernig þeir mættu í leikinn hafa verið til skammar.

Liðsframmistaða Vals var slæm og þó liðið hafi verið miklu meira með boltann gekk þeim ekki nægilega vel að skapa sér opin færi. Ólafur Íshólm Ólafsson átti virkilega góðan dag í marki Fram. Miðjumaðurinn Bjarni Mark Antonsson hefur fengið hvað mesta gagnrýni en hann var tekinn af velli í hálfleik.

„Bjarni Mark var að eiga algjöra hauskúpu þarna í fyrri hálfleiknum. Fær dæmt á sig víti og tapar boltanum trekk í trekk. Hann er með Gylfa og Kidda með sér á miðjunni en er allt í einu kominn með það hlutverk að hann er að sjá um að bera boltann upp. Hvað er það?" segir Sverrir.
Innkastið - VÖK opnar reikninginn og Valur hræðist toppinn
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner