Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 23:17
Elvar Geir Magnússon
Glugginn lokaður en skiptum fyrir Sterling og Sancho var skilað inn
Raheem Sterling virðist vera á leið til Arsenal.
Raheem Sterling virðist vera á leið til Arsenal.
Mynd: EPA
Félagaskiptaglugganum í enska boltanum var lokað klukkan 22:00 en þrátt fyrir það á eftir að yfirfara nokkur félagaskipti.

Enska úrvalsdeildin hefur tilkynnt að gögn um níu félagaskipti séu á borðinu og eigi eftir að yfirfara. Um er að ræða gögn sem var skilað inn fyrir gluggalok.

Sky Sports segir að meðal þess sem hafi verið skilað inn séu lánssamningar fyrir Jadon Sancho frá Manchester United til Chelsea og Raheem Sterling frá Chelsea til Arsenal.

Guardian segir að samkomulagið varðandi Sancho feli í sér að Chelsea sé skyldugt til að kaupa hann eftir tímabilið.

Þá er beðið eftir grænu ljósi á að Trevoh Chalobah geti farið til Crystal Palace, Armando Broja til Everton, Reiss Nelson til Fulham, Carlos Forbs til Wolves, Maxwel Cornet til Southampton og Matt Turner til Crystal Palace.

Hin skiptin er lán Odsonne Edouard frá Crystal Palace til Leicester en þau voru staðfest áðan.

Við fylgjumst að sjálfsögðu vel með því hvort þessi skipti gangi ekki örugglega í gegn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner