Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   lau 14. september 2024 17:44
Brynjar Óli Ágústsson
Hemmi Hreiðars: Við unnum deildina
Lengjudeildin
<b>Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.</b>
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

..Við unnum deildinna, markmiðið náð og við vorum frábærir í dag,'' segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir 1-1 jafntefli gegn Leiknir í lokaumferð Lengjudeildarinnar


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 ÍBV

„Við áttum fullt af öllu og hvernig við skoruðum ekki fjögur eða fimm mörk er bara svona. En það hafa margir leikir verið svona, en yfirhöfuð höfum við verið betra liðið. Strákarnir eiga þetta svo fyllilega skilið og þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt tímabil.''

ÍBV tryggði sér sæti í Bestu deild fyrir næsta tímabil og dugði jafntefli þar sem að Fjölnir stein lá gegn Keflavík.

„Við vorum besta liðið, við skoruðum lang flest mörk og við vorum bara ótrúlega hugrekkir og aggresívir í allt sumar og bara hrikalega stoltur af liðinu,''

Oliver Heiðarsson varð markakóngur Lengjudeildarinnar með 14 mörk og hefur verið ótrúlega mikilvægur fyrir ÍBV á þessu tímabili.

„Já hann er búinn að vera stórkoslegur fyrir okkur í sumar, algjörlega frábær. Hann vinnur framlagið og svo náttúrlega öll mörkin sem hann hefur skorað og þessi ógn sem hann hefur. Þetta er svo frábær drengur og við höldum allir með honum,''

Hemmi er á sínu seinasta ári með ÍBV samkvæmt samningnum hans. Spurt var Hemma hvort það væri möguleiki að hann væri að hætta með ÍBV sem þjálfari.

„Samningurinn er búinn og svo eru bara viðræður eins og gerist og gengur. Það er alveg hugur hjá báðum og það er bara að skoða hvernig það fer. Ég hef notið þess að vera hérna í þrjú ár og svo er bara um hvort menn ná saman,''

Það verður svo sannalega stuð í Herjólfi á heimleið.

„Það verður partý, allir að skella sér í Herjólf einn tveir og bingó, allir velkomnir.'' segir Hemmi sáttur.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner