Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
   lau 14. september 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Leverkusen aftur á sigurbraut - Fjórar tvennur
Boniface skoraði tvennu.
Boniface skoraði tvennu.
Mynd: EPA
Fimm leikjum var rétt í þessu að ljúka í þriðju umferð í þýsku Bundesliga. Stuttgart, Freiburg, Bayer Leverkusen og Eintracht Frankfurt unnu sigra en jafnt var í Leipzig þar sem Union Berlin var í heimsókn hjá RB Leipzig. Þar fékk Leipzig vítaspyrnu en Lois Openda brenndi af.

Victor Boniface skoraði tvennu þegar meistararnir í Leverkusen og eru meistararnir aftur komnir á sigurbraut eftir að hafa misstígið sig gegn RB Leipzig í síðustu umferð. Leverkusen vann Hoffenheim 1-4 á útivelli.

Freiburg vann 2-1 endurkomusigur gegn Bochum á heimavelli. Junior Adamu skoraði bæði mörk Freiburg í leiknum.

Omar Marmoush var hetja Frankfurt í Wolfsburg þar sem hann skoraði bæði mörkin og Ermedin Dermirovic skoraði tvennu í 1-3 útisigri Stuttgart í Gladbach.

Lokaleikur dagsins fer svo fram seinna í dag þegar Holstein Kiel og Bayern Munchen mætast.

RB Leipzig 0 - 0 Union Berlin
0-0 Lois Openda ('74 , Misnotað víti)

Hoffenheim 1 - 4 Bayer
0-1 Martin Terrier ('17 )
0-2 Victor Boniface ('30 )
1-2 Mergim Berisha ('37 )
1-3 Florian Wirtz ('72 , víti)
1-4 Victor Boniface ('75 )

Freiburg 2 - 1 Bochum
0-1 Myron Boadu ('45 )
1-1 Junior Adamu ('58 )
2-1 Junior Adamu ('61 )

Wolfsburg 1 - 2 Eintracht Frankfurt
0-1 Omar Marmoush ('30 )
1-1 Ridle Baku ('76 )
1-2 Omar Marmoush ('82 , víti)

Borussia M. 1 - 3 Stuttgart
0-1 Deniz Undav ('21 )
1-1 Alassane Plea ('27 )
1-2 Ermedin Demirovic ('58 )
1-3 Ermedin Demirovic ('61 )
Athugasemdir
banner
banner