Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 22:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Langþráður sigur Lyngby - Ari og Ísak fögnuðu sigrum
Mynd: Getty Images

Lyngby nældi í sinn fyrsta sigur í dönsku deildinni á þessu tímabili þegar liðið lagði Vejle af velli í kvöld.


Sævar Atli Magnússon hóf leikinn á bekknum en kom inn á í fyrri hálfleik. Eina mark leiksins kom rétt áður en Sævar steig inn á völlinn.

Lyngby er í 10. sæti deildarinnar með 5 stig eftir sjö leiki en Vejle er án stiga í 12. og neðsta sæti deildarinnar.

Ari Leifsson lék allan leikinn þegar Kolding vann Hillerod 3-0 í næst efstu deild í Danmörku. Kolding er meeð 12 stig í 6. sæti eftir átta umferðir.

Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn þegar Dusseldorf vann 1-0 sigur á Hannover í næst efstu deild í Þýskalandi. Liðið er á toppi deildarinnar með 10 stig eftir fjórar umferðir. Valgeir Lunddal Friðriksson var kynntur sem nýr leikmaður liðsins eftir leikinn.

Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður undir lok leiksins þegar Eupen tapaði 2-1 gegn RWDM í næst eefstu deield í Belgíu. RWDM er á toppnum með sjö stig eftir þrjá leiki en Eupen er með fjögur stig í 6. sæti.

Það var Íslendingalaus Íslendingaslagur á Ítalíu þegar Perugia og Spal áttust við. Perugia vann leikinn 3-0 en Adam Ægir Pálsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Perugia en Óttar Magnús Karlsson var ekki í leikmannahópi Spal.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner