Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 22:48
Elvar Geir Magnússon
Soler til West Ham (Staðfest)
Mynd: Getty Images
West Ham hefur tryggt sér spænska miðjumanninn Carlos Soler frá Paris St-Germain á lánssamningi út tímabilið.

Þessi 27 ára leikmaður hefur spilað fjórtán landsleiki fyrir Spán en hóf sinn feril með Valencia.

Árið 2022 gekk hann í raðir Paris St-Germain og hefur unnið franska meistaratitilinn tvívegis og bikarinn einu sinni.

„Það er virkilega spennandi að vera hér sem leikmaður West Ham. Það hefur alltaf verið draumur minn að spila í ensku úrvalsdeildinni, og að gera það í London með félagi eins og West Ham er mögnuð tilfinning," segir Soler.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner