Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   fös 30. ágúst 2024 22:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Toney kynntur til leiks hjá Al-Ahli um helgina
Mynd: EPA

Ivan Toney hefur tekið skrefið til Sádí-Arabíu en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Al-Ahli. Fabrizio Romano greinir frá því að hann muni fljúga til Sádí-Arabíu og verður formlega kynntur hjá félaginu um helgina.


Al-Ahli borgar Brentford 40 milljónir punda fyrir enska framherjann sem var frábær hjá Brentford en hann lék 141 leik fyrir félagið og skoraði 72 mörk.

Þessi 28 ára gamli enski framherji var í enska landsliðshópnum á EM í sumar en hann lagði upp sigurmark Harry Kane í 16-liða úrslitum gegn Slóvakíu. Þá skoraði hann í vítaspyrnukeppni í sigri á Sviss í átta liða úrslitum.

Roberto Firmino, Edouard Mendy, Gabri Veiga, Franck Kessie, Merih Demiral og Riyad Mahez eru á meðal leikmanna Al-Ahli.

Victor Osimhen var orðaður við Al-Ahli en nú er ljóst að hann muni ekki ganga til liðs við félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner