Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 22:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ward-Prowse lánaður til Forest (Staðfest)
Mynd: EPA

James Ward-Prowse er genginn til liðs við Nottingham Forest á láni frá West Ham.


Ward-Prowse hafði aðeins spilað 17 mínútur í úrvalsdeildinni undir stjórn Julen Lopetegui í fyrstu tveimur leikjunum á tímabilinu en hann spilaði klukkutíma í leik liðsins gegn Bournemouth í enska deildabikarnum á dögunum.

Hann gekk til liðs við West Ham frá Southampton fyrir 30 milljónir punda og skrifaði undir fjögurra ára samning en er nú ári seinna kominn til Forest.

Þessi 29 ára gamli enski miðjumaður hefur leikið 381 leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir Southampton og West Ham.


Athugasemdir
banner
banner
banner