Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 21:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Zaha til Lyon á láni frá Galatasaray (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Wilfried Zaha er genginn til liðs við Lyon á láni frá Galatasaray.


Þessi 31 árs gamli vængmaður var orðaður við Leicester og hans fyrrum félaga í Crystal Palace en hann er nú genginn til liðs við Lyon.

Zaha gekk til liðs við Galatasaray frá Crystal Palace síðasta sumar eftir að samningur hans við enska félagið rann út. Hann spilaði 43 leiki og skoraði 10 mörk á síðustu leiktíð en hefur fallið niður goggunarröðina og ákvað því að leita að nýju liði.

Bandaríski fjárfestirinn John Textor á hlut í bæði Crystal Palace og Lyon. Lyon er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki í frönsku deildinni. Liðið vann nauman 4-3 sigur á Strasbourg í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner