Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 17:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ried
Einkunnir Íslands: Setja hana bara í framlínuna?
Icelandair
Glódís Perla tók vítið og skoraði.
Glódís Perla tók vítið og skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur var góð að venju.
Hildur var góð að venju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Austurríki í undankeppni EM 2025. Sterkt stig á erfiðum útivelli en stelpurnar okkar mega alveg vera svekktar eftir að hafa vaðið í færum.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.

Lestu um leikinn: Austurríki 1 -  1 Ísland

Fanney Inga Birkisdóttir - 6
Var aðeins óöruggari í þessum leik en þeim síðustu. Komst samt vel frá þessu. Var næstum því búin að verja vítaspyrnuna.

Guðný Árnadóttir - 5
Allt í lagi varnarlega og frekar ósýnileg sóknarlega. Var pirruð og fékk ódýrt gult spjald.

Glódís Perla Viggósdóttir - 8
Át allt sem kom til hennar í vörninni, að venju. Leiðtoginn í vörninni og sýndi mikla ábyrgð þegar hún fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi. Kannski þurfum við bara að henda henni í framlínuna, það öruggt var vítið. Fyrirliðinn frábæri.

Ingibjörg Sigurðardóttir - 7
Stóð sína plikt vel. Var mun betri á boltanum í seinni hálfleiknum sem var gaman að sjá.

Guðrún Arnardóttir - 5
Var í basli í fyrri hálfleiknum og leit ekki vel út í vítaspyrnunni. Óx inn í leikinn en hún var klaufi að skora ekki eitt og jafnvel tvö mörk í þessum leik. Var mjög flott á lokasprettinum í leiknum.

Alexandra Jóhannsdóttir - 6
Gaf klaufalega vítaspyrnu en var sterkari í seinni hálfleiknum og sótti víti hinum megin. Sýndi karakter.

Hildur Antonsdóttir - 7
Hildur skilaði því sem hún skilar alltaf; baráttu og einvígi. Má stundum alveg skila boltanum betur frá sér en er frábær án bolta.

Diljá Ýr Zomers - 6
Var mjög lífleg í sóknarlínunni og var dugleg án bolta. Hefði átt að nýta færin sín betur, sérstaklega það sem hún fékk í fyrri hálfleiknum.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 7
Töframaður með boltann. Var að galdra þegar hún fékk tækifæri til þess og hún verðskuldaði stoðsendingu.

Sandra María Jessen - 6
Er sjóðandi heit í deildinni heima en hún skilaði sínu bara ágætlega í dag. Var óheppinn að skora ekki og var dugleg án bolta.

Sveindís Jane Jónsdóttir - 6
Gaf af sér gríðarlega orku og skapaði vandræði fyrir varnarmenn Austurríkis. Eins og aðrir leikmenn í íslenska liðinu þá hefði hún átt að skora. Er svo mikilvæg þessu liði.

Varamenn:
Hlín Eiríksdóttir - 6
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - 6
Athugasemdir
banner
banner