Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dortmund hefur ekki efni á að kaupa Sancho
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho hefur verið í stóru hlutverki hjá Dortmund frá komu sinni til félagsins í janúar. Sancho er á láni hjá félaginu frá Manchester United, fór frá enska félaginu eftir að hafa verið frystur í vetur.

Nú spá menn hvert framhaldið hjá Sancho verði. Hann verður í hópnum gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en hvað svo?

Sky Sports fjallar um að Dortmund hafi ekki efni á því að kaupa leikmanninn og því er spurning hvort hann fari aftur á láni hjá Dortmund, reyni að leysa sín mál hjá United eða fari jafnvel annað.

„Þetta var erfitt fyrtstu tvo mánuðina hjá Dortmund þar sem hann var ekkert búinn að spila þr á undan. Núna er hann að verða betri og betri og stuðningsmenn Dortmund vonast til að halda honum. En allur pakkinn (að kaupa hann) er of dýr fyrir Dortmund, en margt getur gerst á einu sumri."

„Við vitum ekki hvað United er að hugsa með Sancho, hvort félagið ætli að selja hann. Dortmund getur ekki borgað þá upphæð, en ef að hann gæti farið á láni til félagsins með kaupmöguleika, það gæti mögulega gengið upp,"
segir Jesco van Eichamm á Sky Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner