Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   mið 20. desember 2023 14:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd íhugar að rifta samningi við Sancho
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Stjórn Manchester United hefur rætt þann möguleika að rifta samningi við kantmanninn Jadon Sancho.

Englendingurinn var einn heitasti leikmaður Evrópu þegar hann var hjá Borussia Dortmund og miklar væntingar gerðar til hans.

Hann hefur hins vegar verið skugginn af sjálfum sér hjá United og situr nú í frystikistunni eftir að hafa gagnrýnt Erik ten Hag, stjóra liðsins, á samfélagsmiðlum.

United er reiðubúið að losa sig við Sancho og er möguleiki á að félagið reyni að komast að lausn með leikmanninum.

Félagið er að borga Sancho eina milljón punda á mánuði fyrir að æfa einn með sjálfum sér, en Man Utd hefur rætt það að rifta við hann samningi ef það verður ekki nægilega mikill áhugi á honum í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner