Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   fös 31. maí 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Paqueta með brasilíska hópnum þrátt fyrir ákæruna
Mynd: Getty Images
Lucas Paqueta, miðjumaður West Ham, var í fyrr í þessum mánuði ákærður af enska fótboltsambandinu fyrir brot á veðmálareglum. Hann er sakaður um að hafa fengið viljandi áminningar til að hafa áhrif á veðmál.

Þessi 26 ára brasilíski landsliðsmaður hefur verið undir rannsókn síðan síðasta sumar.

Hann er í brasilíska landsliðshópnum sem er kominn saman fyrir Copa America sem hefst eftir þrjár vikur.

Eftir að Paqueta var ákærður þá var kallað eftir því að hann yrði ekki með hópnum í sumar. Dorival Junior, þjálfari brasilíska landsliðsins, hefur hunsað þær óskir.

Paqueta segist saklaus og West Ham gaf út að félagið myndi standa með sínum leikmanni í gegnum ferlið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner