Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
   fös 31. maí 2024 22:06
Kjartan Leifur Sigurðsson
Venni: Ég er ekki hræddur við neinn í þessari deild
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gott að vinna, fyrsti sigur í deildinni og gott að ná því í gegn í dag." Segir Sigurvin Ólafsson, Þjálfari Þróttar, eftir 5-0 sigur gegn ÍR.

Sigurinn var stór og enginn spurning hvorum meginn þetta myndi lenda.

„Þetta var í raun jafn leikur framan af en fyrsta markið hefur klárlega áhrif á leikinn. Þeir fengu dauðafæri til að jafna en við skorum strax 2-0. Svo var þetta keppnin um fræga þriðja markið og við héldum pressunni áfram í seinni hálfleik og kláruðum þetta."

„Í okkar fyrri leikjum höfum við átt fína leiki en ekki náð að skora. Það var meiri ákefð í okkur en fyrr í sumar. Við fáum extra kick við það að komast yfir í fyrsta sinn í sumar."

Þetta var fyrsti deildarsigur Venna sem þjálfari Þróttar.

„Það var óþæginlegt að maí var að klárast án sigurs en við náðum að ná inn sigri í dag."

„Eins og mótið er að spilast eru liðin svipuð og allir geta unnið alla. Við getum líka unnið alla. Ég er ekki hræddur við neinn í þessari deild en það er erfiður leikur í hverjum einasta leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner