Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   lau 31. ágúst 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild kvenna: Fædd árið 2009 og skoraði tvennu
Úr leik KR og Álftaness
Úr leik KR og Álftaness
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Smári 2 - 4 Álftanes
0-1 Klara Kristín Kjartansdóttir ('15 )
1-1 Auður Erla Gunnarsdóttir ('19 )
1-2 Erika Ýr Björnsdóttir ('48 )
1-3 Guðrún Nanna Bergmann ('60 )
1-4 Guðrún Nanna Bergmann ('70 )
2-4 Auður Erla Gunnarsdóttir ('85 )


Álftanes lagði Smára í C-riðli 2. deildar kvenna í gær.

Guðrún Nanna Bergmann skoraði tvennu fyrir Álftanes í 4-2 sigri en hún er fædd árið 2009 eða á fimmtánda aldursári. Erika Ýr og Klara Kristín skoruðu sitt markið hvor en þær eru einnig fæddar árið 2009.

Erika og Klara hafa skorað þrjú mörk í þremur leikjum í úrslitakeppninni en Guðrún var að skora tvö fyrstu mörkin sín í sínum fyrsta leik í meistaraflokki.

Álftanes er í 3. og næst neðsta sæti riðilsins með 14 stig, stigi á eftir Dalvík/Reyni og Vestra sem mætast í dag. Smári er á botninum með þrjú stig.


2. deild kvenna - C úrslit
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Vestri 17 6 3 8 25 - 47 -22 21
2.    Dalvík/Reynir 17 4 3 10 21 - 55 -34 15
3.    Álftanes 17 4 2 11 38 - 48 -10 14
4.    Smári 17 1 3 13 13 - 61 -48 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner