Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. ágúst 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brentford lánar Onyeka og fær táning (Staðfest)
Frank Onyeka
Frank Onyeka
Mynd: Getty Images

Frank Onyeka er genginn til liðs við Augsburg á láni frá Brentford út tímabilið.


Þessi 26 ára gamli nígeríski landsliðsmaður hefur leikið 78 leiki fyrir Brentford síðan hann gekk til liðs við félagið frá Midtjylland árið 2021. Hann var fyrsti leikmaðurinn sem félagið nældi í þegar það vann sér sæti í úrvalsdeildinni.

Hann var ósáttur með spiltímann sinn hjá enska félaginu og vildi leita annað. Hann mun snúa aftur til Brentford eftir tímabilið.

Brentford nældi í 18 ára gamlan vinstri bakvörð að nafni Jayden Meghoma frá Southampton á lokadegi félagaskiptagluggans í gær.

Hann skrifar undir fjögurra ára samning með möguleika á tveimur árum til viðbótar. Brentford borgaði 5 milljónir punda fyrir hann en það gæti hækkað um fimm milljónir í viðbót.

Hann er fimmti leikmaðurinn sem liðið fær í sumar á eftir Igor Thiago, Fabio Carvalho, Sepp van den Berg og Gustavo Nunes.


Athugasemdir
banner
banner
banner