Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   lau 31. ágúst 2024 01:05
Elvar Geir Magnússon
Chelsea lánar Broja til Everton (Staðfest)
Broja er kominn til Everton.
Broja er kominn til Everton.
Mynd: EPA
Albanski sóknarmaðurinn Armando Broja er kominn til Everton á lánssamningi út tímabilið.

Broja var á leið til Ipswich fyrr í þessari viku en meiðsli komu í ljós í læknisskoðun.

Það hefur hinsvegar ekki stoppað Everton í að sækja þennan 23 ára leikmann. Hann mun samstundis fara í hendur læknaliðs Everton til að ljúka endurhæfingu sinni.

Kevin Thelwell yfirmaður fótboltamála hjá Everton segir að félagið hafi haft augu á Broja síðustu ár.

„Hann er enn ungur leikmaður en hefur öðlast talsverða reynslu. Við teljum líka að hann búi yfir hæfileikum sem hann eigi eftir að sýna," segir Thelwell.

„Fyrst munum við vinna að því að gera hann kláran í slaginn. Hann styrkir okkur sóknarlega."

Everton hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni, tveir tapleikir og sjö mörk fengin á sig. Ekkert mark skorað.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 4 4 0 0 11 3 +8 12
2 Liverpool 4 3 0 1 7 1 +6 9
3 Brighton 4 2 2 0 6 2 +4 8
4 Nott. Forest 4 2 2 0 4 2 +2 8
5 Arsenal 3 2 1 0 5 1 +4 7
6 Newcastle 3 2 1 0 4 2 +2 7
7 Brentford 4 2 0 2 6 6 0 6
8 Man Utd 4 2 0 2 5 5 0 6
9 Aston Villa 4 2 0 2 5 6 -1 6
10 Bournemouth 3 1 2 0 5 4 +1 5
11 Fulham 4 1 2 1 4 4 0 5
12 Tottenham 3 1 1 1 6 3 +3 4
13 Chelsea 3 1 1 1 7 5 +2 4
14 West Ham 4 1 1 2 5 6 -1 4
15 Everton 4 1 0 3 4 11 -7 3
16 Leicester 4 0 2 2 5 7 -2 2
17 Crystal Palace 4 0 2 2 4 7 -3 2
18 Ipswich Town 4 0 2 2 2 7 -5 2
19 Wolves 3 0 1 2 3 9 -6 1
20 Southampton 4 0 0 4 1 8 -7 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner