Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. ágúst 2024 06:00
Elvar Geir Magnússon
Dæmir sinn fyrsta leik í Bestu deild karla
Gunnar Freyr Róbertsson.
Gunnar Freyr Róbertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heil umferð verður spiluð á morgun, sunnudag, í Bestu deild karla en þetta er síðasta umferðin fyrir landsleikjaglugga.

Gunnar Freyr Róbertsson mun dæma sinn fyrsta leik í deildinni en hann verður með flautuna í viðureign HK og Fram í Kórnum. Gunnar hefur dæmt virkilega vel í Lengjudeildinni í sumar.

Gylfi Már Sigurðsson og Eðvarð Eðvarðsson verða aðstoðardómarar leiksins og Elías Ingi Árnason fjórði dómari.

Hér að neðan má sjá hverjir dæma leiki umferðarinnar en þetta er síðasta umferð fyrir tvískiptingu.

sunnudagur 1. september
14:00 Vestri-Fylkir (Ívar Orri Kristjánsson)
16:15 KA-Breiðablik (Jóhann Ingi Jónsson)
17:00 FH-Stjarnan (Pétur Guðmundsson)
17:00 KR-ÍA (Helgi Mikael Jónasson)
19:15 HK-Fram (Gunnar Freyr Róbertsson)
19:15 Víkingur R.-Valur (Sigurður Hjörtur Þrastarson)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 21 14 4 3 50 - 23 +27 46
2.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 21 5 6 10 34 - 42 -8 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner