Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. ágúst 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Forest sagði nei við Newcastle
Mynd: Getty Images

Newcastle gerði tilraun á lokametrunum á félagaskiptaglugganum að næla í Anthony Elanga frá Nottingham Forest en það mistókst.


Forest hafnaði 35 milljón punda tilboði í sænska vængmanninn en Sky Sports greindi frá því að Nottingham Forest hafi alls ekki viljað missa leikmanninn.

Félagið vildi halda honum þar sem hann er mikilvægur leikmaður í þeirra vegferð að ná stöðugleika í úrvalsdeildinni.

James Ward-Prowse gekk til liðs við Forest á láni frá West Ham á gluggadeginum.


Athugasemdir
banner
banner