Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   lau 31. ágúst 2024 00:46
Elvar Geir Magnússon
Sterling til Arsenal (Staðfest)
Sterling spjallar við Edu.
Sterling spjallar við Edu.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling hefur verið tilkynntur hjá Arsenal. Hann kemur til félagsins á láni frá Chelsea út tímabilið.

Arsenal er það lið sem talið er líklegast til að veita Manchester City samkeppni um Englandsmeistaratitilinn en margir voru á því að liðið þyrfti að bæta við sóknarleikmanni. Nú er Sterling mættur með alla sína reynslu.

„Þetta er mögnuð tilfinning, ég er fullur tilhlökkunar. Ég tel að þetta passi fullkomlega fyrir mig og ég er ótrúlega ánægður með að þetta hafi tekist," segir Sterling.

„Það er hungur og samheldni hérna, og ég vil vera með í því."

Sterling er 29 ára og hefur leikið 82 landsleiki fyrir England. Hann var ekki í plönum Enzo Maresca stjóra Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner