Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   þri 01. apríl 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður ekkert fyrirgefið fyrr en þeir koma til baka
Óli Valur Ómarsson.
Óli Valur Ómarsson.
Mynd: Breiðablik
Óli í leik með Stjörnunni í fyrra.
Óli í leik með Stjörnunni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Valur Ómarsson var í vetur keyptur til Breiðabliks. Óli Valur er uppalinn í Stjörnunni og hafði alltaf leikið fyrir uppeldisfélag sitt á Íslandi. Þangað til núna.

Hann var keyptur til Sirius sumarið 2022 en náði ekki að festa sig í sessi í Svíþjóð og kom á láni til Stjörnunnar fyrir tímabilið 2024.

Stjarnan var líka með samþykkt tilboð í Óla en hann valdi að fara í Breiðablik. Stuðningsmenn Stjörnunnar eru svekktir með það og Óli Valur kemur ekki til með að fá góðar móttökur frá þeim á leikjum liðanna í sumar enda er rígur á milli Breiðabliks og Stjörnunnar.

„Njótið Breiðablik," sagði Davíð Svavarsson úr Silfurskeiðinni í Niðurtalningunni hér á Fótbolta.net í gær. „Það var dýr missir að missa Óla Val. Hann stóð mjög upp úr á síðasta tímabili. Ég get ekki hugsað um einn leik þar sem þú tókst ekki eftir honum á vellinum."

Eruð þið að fara að baula á Óla Val þegar hann mætir í Garðabæinn í sumar?

„Já, ég ætla mér að gera það," sagði Davíð. „Það er líka baulað á Eyjólf Héðinsson og Halla Björns. Maður verður að gera það," sagði Eyjólfur Jónsson.

Mönnum er ekkert fyrirgefið þegar þeir fara í Breiðablik?

„Ekki fyrr en þeir koma til baka," sagði Davíð. „Mér finnst það vera mikið högg að missa Óla Val. Hann var afburðargóður á síðasta tímabili."

Hægt er að hlusta á Niðurtalninguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og í öllum hlaðvarpsveitum.
Niðurtalningin - Silfurskeiðin mætir með læti
Athugasemdir
banner
banner