Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 21. apríl
Besta-deild kvenna
föstudagur 19. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
sunnudagur 17. september
Besta-deild karla - Efri hluti
föstudagur 19. apríl
Engin úrslit úr leikjum í dag
mán 01.maí 2023 12:30 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 1. sæti

Lengjudeild kvenna hefst í dag!

Fótbolti.net hefur kynnt liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Því er spáð að Víkingur Reykjavík vinni deildina.

Víkingur varð Lengjubikarmeistari í ár.
Víkingur varð Lengjubikarmeistari í ár.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
John Andrews, þjálfari Víkinga.
John Andrews, þjálfari Víkinga.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingi er spáð sigri í Lengjudeildinni í ár.
Víkingi er spáð sigri í Lengjudeildinni í ár.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Selma Dögg og Erna Guðrún komu frá FH.
Selma Dögg og Erna Guðrún komu frá FH.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Nadía Atladóttir.
Nadía Atladóttir.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Marki fagnað á undirbúningstímabilinu.
Marki fagnað á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Frá síðasta tímabili.
Frá síðasta tímabili.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir Víkingur í ár?
Hvað gerir Víkingur í ár?
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Spáin:
1. Víkingur R., 152 stig
2. HK, 149 stig
3. Afturelding, 134 stig
4. Fylkir, 110 stig
5. FHL, 92 stig
6. Grótta, 84 stig
7. Augnablik, 57 stig
8. Grindavík, 44 stig
9. Fram, 40 stig
10. KR, 38 stig

Lokastaða í fyrra: Slök byrjun á tímabilinu í fyrra varð Víkingum að falli en þær enduðu að lokum í þriðja sæti, þremur stigum frá Tindastóli sem endaði í öðru sæti deildarinnar. Ef spáin rætist í ár þá fer Víkingur upp úr deildinni í ár.

Þjálfarinn: John Andrews tók við Víkingi haustið 2019 eftir að HK og Víkingur luku samstarfi sínu í meistaraflokki kvenna. Undir stjórn John hefur liðið eflst jafnt og þétt og endaði í þriðja sæti deildarinnar í fyrra. Í sumar verður í fyrsta sinn pressa á John og hans konum að tryggja sér sæti í deild hinna bestu. John er frá Írlandi en hann spilaði hér á landi með Aftureldingu. Hann hefur einnig þjálfað kvennalið Aftureldingar og Völsungs.

Styrkleikar: Víkingar munu tefla fram feykilega öflugu byrjunarliði í sumar, sérstaklega eftir að þær Linda Líf Boama og Dagný Rún Pétursdóttir snúa aftur í liðið frá Bandaríkjunum. Þær töpuðu ekki leik í Lengjubikarnum og munu taka sjálfstraust með sér inn í mótið. ÞÆr hafa á að skipa nokkrum reyndum leikmönnum í bland við efnilegar stelpur sem hafa gert sig gildandi í yngri landsliðunum. Blandan í liðinu er mjög sterk og góð. Víkingar vilja stjórna leikjum og verða ár eftir ár bara betri í því.

Veikleikar: Það er ekki marga veikleika að finna í liði Víkings. Liðið virkar í góðu formi, vel rútínerað og allar með hlutverk sitt á hreinu. Liðið tapaði mikilvægum leikjum í byrjun móts í fyrra og það má ekki gerast aftur ef liðið ætlar sér að vinna deildina. Það er lykilatriði að byrja vel. Það er kannski ekki beint veikleiki - meira spurningamerki - en það verður áhugavert að sjá Sigurborgu Kötlu Sveinbjörnsdóttur í markinu í sumar. Hún er bara 17 ára og þar er þar lögð mikil ábyrgð á herðar ungs markvarðar. Sigurborg Katla er afar efnilegur markvörður en þetta er stórt verkefni.

Lykilmenn: Erna Guðrún Magnúsdóttir, Nadía Atladóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir.

Gaman að fylgjast með: Bergdís Sveinsdóttir var fyrirliði U17 ára landsliðsins og var svo færð upp í U19 fyrir milliriðilinn í byrjun apríl. Þar skoraði Bergdís sigurmarkið á móti Danmörku og var lykilmanneskja í íslenska liðinu sem tryggði sér sæti á lokakeppni EM.

Komnar
Birta Birgisdóttir frá Haukum
Erna Guðrún Magnúsdóttir frá FH
Jóhanna Lind Stefánsdóttir frá Keflavík
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir frá Fylki
Linda Líf Boama frá Þrótti R.
Selma Dögg Björgvinsdóttir frá FH

Farnar
Andrea Fernandes Neves til Portúgal
Christabel Oduro til Tyrklands

Við erum hungruð í meira
„Það er mikill heiður fyrir okkur að vera spáð efsta sæti deildarinnar," segir John Andrews, þjálfari Víkings. „Við höfum lagt gríðarlega mikið á okkur síðustu þrjú árin - stjórnin, leikmenn, starfsmenn og stuðningsmenn - að byggja upp félag sem við getum verið stolt af og við getum ekki beðið eftir að Lengjudeildini 2023 muni byrja."

Eins og áður kemur fram þá endaði Víkingur í þriðja sæti í fyrra. „Ég elskaði að horfa á liðið okkar spila á síðasta ári. Við spiluðum flottan og hraðan fótbolta ásamt því að þróa marga af ungu leikmönnunum okkar."

„Ég er ótrúlega stoltur af þeirri vinnu sem við höfum afrekað. Nýtt ár er tækifæri til að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera og síðasta ár var góður grundvöllur til að byggja á."

Víkingur hefur gert vel á undirbúningstímabilinu og varð liðið Lengjubikarmeistari í B-deild.

„Undirbúningstímabilið var spennandi fyrir mig persónulega þar sem ég elska að þjálfa og vera út á velli. Á undirbúningstímabilinu færðu mikinn tíma með liðinu út á velli og þú færð að sjá liðið vaxa og bæta sig. Við höfum lagt mikið á okkur til að setja saman hóp sem við sem félag getum verið stolt af. Vonandi höfum við gert það. Við höfum verið að fá mikið af fólki á völlinn og einnig hafa margir verið að fylgjast með leikjum okkar á netinu. Það er frábært að sjá að fólk sé hrifið af því hversu mikið leikmennirnir eru að leggja á sig. Ég vil þakka öllum fyrir það."

„Þú vinnur ekki bikar á hverjum degi og það er alltaf ótrúlega gaman. Ég vona að leikmenn og stuðningsmenn hafi skemmt sér vel kvöldið sem við unnum Lengjubikarinn, þau áttu það skilið. Einnig þá vann 2. flokkurinn okkar Reykjavíkurmótið og þetta hefur verið frábært ár hingað til fyrir kvennaboltann hjá Víkingi."

„Þetta gaf okkur bragðið af því að vinna bikar og við erum hungruð í meira. Lengjudeildin verður mjög erfið í ár þar sem mörg lið eru búin að fjárfesta í mjög góðum erlendum leikmönnum. Þetta verður mikil áskorun en við erum bara spennt fyrir því," segir John.

Það hafa orðið nokkrir breytingar á hópnum. „Ég vil óska þeim leikmönnum sem ætla að takast á við ný verkefni alls hins besta og við erum mjög þakklát fyrir þeirra framlag. Þeir leikmenn sem hafa komið inn hafa styrkt okkur mikið á svæðum sem við vildum styrkja. Við erum með góðan hóp og ákveðið lúxusvandamál að velja í liðið. Við erum hæstánægðir með alla leikmennina."

John segir að markmiðin séu alltaf að bæta sig frá ári til árs. „Okkar helsta einbeiting er á að gera það."

Að lokum sagði John: „Ég vil óska Henríettu úr HK góðs bata. Ég var á leiknum þegar hún meiddist og það var magnað að sjá hversu vel læknateymin úr báðum liðum stóðu sig gagnvart henni. Þetta var stórkostlegur karakter hjá báðum liðum. Við erum auðvitað í samkeppni en við erum líka fótboltafjölskylda. Við hjá Víkingi vonumst til að sjá Henríettu sem allra fyrst á vellinum aftur."

Fyrstu þrír leikir Víkings:
2. maí, Víkingur R. - Grótta (Víkingsvöllur)
12. maí, Víkingur R. - Augnablik (Víkingsvöllur)
17. maí, Fram - Víkingur R. (Framvöllur)
Athugasemdir
banner