Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
föstudagur 27. desember
Engin úrslit úr leikjum í dag
fim 03.ágú 2023 18:00 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 14. sæti: „Fer í Burnley treyjuna yfir skyrtuna og set upp bindið"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin fari af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Burnley, sem er með mikla Íslandstengingu, er spáð 14. sæti deildarinnar. Við Íslendingar eigum aftur leikmann í ensku úrvalsdeildinni!

Burnley fagnar marki.
Burnley fagnar marki.
Mynd/Getty Images
Vincent Kompany, stjóri Burnley.
Vincent Kompany, stjóri Burnley.
Mynd/Getty Images
Frá Turf Moor, heimavelli Burnley.
Frá Turf Moor, heimavelli Burnley.
Mynd/Getty Images
Jordan Beyer er góður varnarmaður.
Jordan Beyer er góður varnarmaður.
Mynd/Getty Images
Miðjumaðurinn Josh Brownhill í baráttunni.
Miðjumaðurinn Josh Brownhill í baráttunni.
Mynd/Getty Images
Nathan Redmond er á meðal leikmanna sem hafa samið við Burnley í sumar.
Nathan Redmond er á meðal leikmanna sem hafa samið við Burnley í sumar.
Mynd/Getty Images
Ashley Barnes fór í Norwich í sumar.
Ashley Barnes fór í Norwich í sumar.
Mynd/Getty Images
Jón Gunnarsson í góðra manna hópi.
Jón Gunnarsson í góðra manna hópi.
Mynd/Úr einkasafni
Wout Weghorst er mættur aftur til Burnley eftir lánsdvöl hjá Manchester United.
Wout Weghorst er mættur aftur til Burnley eftir lánsdvöl hjá Manchester United.
Mynd/Getty Images
Burnley hefur í sumar reynt að fá Nathan Tella aftur en það hefur ekki gengið eftir. Hann var í láni frá Southampton á síðustu leiktíð.
Burnley hefur í sumar reynt að fá Nathan Tella aftur en það hefur ekki gengið eftir. Hann var í láni frá Southampton á síðustu leiktíð.
Mynd/Getty Images
Hvar munu Jóhann Berg og félagar enda á komandi leiktíð?
Hvar munu Jóhann Berg og félagar enda á komandi leiktíð?
Mynd/Burnley
Burnley er spáð góðu gengi þrátt fyrir að vera nýliðar.
Burnley er spáð góðu gengi þrátt fyrir að vera nýliðar.
Mynd/Úr einkasafni
Um Burnley: Það er alls ekki oft sem nýliðum er spáð eins góðu gengi og Burnley fyrir þessa leiktíð, en trúin á verkefnið á Turf Moor er greinilega það mikil. Kæru lesendur, gleymið öllu því sem þið hafið séð af Burnley á síðustu árum - þetta er eitthvað allt annað dæmi.

Þetta er nýtt og gjörbreytt Burnley. Eftir að félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra þá var ákveðið að ráðast í miklar breytingar. Undir stjórn Sean Dyche var liðið þekkt sem varnarsinnað lið sem var alltaf með axlarböndin á. Burnley var mikið í löngum boltum og treysti á föst leikatriði. Núna er félagið að fara aðra leið og fótboltinn er allt öðruvísi, hann er mun meira aðlaðandi ef svo má segja. Það verður fróðlegt að sjá hvernig gildin verða í ensku úrvalsdeildinni, hvort þau breytist mikið.

Burnley fór á kostum í Championsip-deildinni í fyrra og reif liðið 100 stiga múrinn. Strákarnir í vínrauðu og bláu munu koma fullir sjálfstrausts í ensku úrvalsdeildina.

Stjórinn: Eftir að liðið féll þá var Vincent Kompany ráðinn til að taka við starfi stjóra liðsins. Kompany kemur úr Pep Guardiola skólanum eftir að spilað undir stjórn Spánverjans hjá Manchester City um langt skeið. Kompany er þekktastur fyrir það að hafa verið fyrirliði Man City og að hafa náð frábærum árangri í því hlutverki. Hann er ungur í þjálfarabransanum en virðist strax vera búinn að læra mikið. Hann er búinn að vinna frábært starf með Burnley hingað til og það verður fróðlegt að sjá hvernig honum tekst til þegar hann mætir sinni stærstu áskorun til þessa: Ensku úrvalsdeildinni.

Leikmannagluginn: Burnley hefur verið að gera áhugaverða hluti á leikmannamarkaðnum. Þetta eru ekki þekktustu nöfnin í bransanum sem þeir eru að fá til sín en félagið er að vonast til þess að þetta séu leikmenn sem geta blómstrað hjá þeim í deild þeirra bestu. Burnley vildi fá Nathan Tella aftur frá Southampton eftir að hann heillaði á láni á síðustu leiktíð, en það hefur ekki gengið eftir.

Komnir:
Zeki Amdouni frá Basel - 15,6 milljónir punda
James Trafford frá Man City - 15 milljónir punda
Jordan Beyer frá Borussia Mönchengladbach - 11,5 milljónir punda
Dara O'Shea frá West Brom - 7 milljónir punda
Luca Koleosho frá Espanyol - 2,6 milljónir punda
Jacob Bruun Larsen frá Hoffenheim - á láni
Nathan Redmond frá Besiktas - á frjálsri sölu
Lawrence Vigouroux frá Leyton Orient - á frjálsri sölu

Farnir:
Luke McNally til Stoke - á láni
Bailey Peacock-Farrell til AGF - á láni
Ashley Barnes til Norwich - samningur rann út

Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:



Lykilmenn:Miðjumaðurinn Josh Brownhill er afar mikilvægur inn á miðsvæðinu en hann byrjaði 41 leik í Championhsip-deildinni í fyrra. Hann er líka með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni og það kemur til með að hjálpa liðinu. Varnarmaðurinn Jordan Beyer var keyptur eftir lánsdvöl frá Gladbach í Þýskalandi. Hann er með mikla fótboltagreind og er með mjög góðar góðar sendingar. Þá er Jóhann Berg Guðmundsson afar mikilvægur fyrir þetta lið þó svo að hann sé ekki að byrja alla leiki. Kompany sá hvað það býr mikið í Jóhanni og sá not fyrir hann. Það er frábært fyrir okkur Íslendinga að hafa allavega einn leikmann í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Vinnuframlag hans er ómetanlegt. Í hvernig hlutverki verður Wout Weghorst?

„Spiluðu Man City/Barselóna bolta"
Þingmaðurinn Jón Gunnarsson er stuðningsmaður Burnley en við fengum hann til að svara nokkrum spurningum tengdum félaginu.

Ég byrjaði að halda með Burnley af því að... Þegar Jóhann Berg var keyptur til liðsins. Enda báðir Blikar í grunninn.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Já, þegar ég fór á síðasta leik Burnley með fjölskyldu og vinum. Þar tóku þeir við bikarnum og tryggðu sér aftur sæti í efstu deild.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Það var unun að sjá þá spila, spiluðu Man City/Barselóna bolta. Ótrúleg breyting á leikstíl liðsins eftir að Vincent Kompany tók við þeim. Dyche lét þá spila svona kick and run fótbolta.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Já, fer í Burnley treyjuna yfir skyrtuna og set upp bindið.

Hvern má ekki vanta í liðið? Jóhann Berg, les alltaf leikinn, staðsetur sig vel og með nákvæmar sendingar.

Hver er veikasti hlekkurinn? Weghorst, Man Utd skilaði honum. Tveggja metra maður en kann ekki að skalla boltann.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Benson á kantinum, rosalega fljótur og skorar falleg mörk.

Við þurfum að kaupa... Góðan miðjumann.

Hvað finnst þér um stjórann? Vincent Kompany hefur gjörbreytt liðinu og nú spila þeir skemmtilegan fótbolta. Hann var frábær leikmaður með Man City. Ungur að árum, aðeins 36 ára, en virðist hafa eitthvað umfram marga.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Það verður spennandi að sjá hvernig þeir plumma sig í efstu deildinni. Hraðinn er meiri og gæði sumra liða ofboðslegur.

Hvar endar liðið? Þeir verða í 12.-14. sæti.

Burnley hefur leik í ensku úrvalsdeildinni föstudaginn 11. ágúst gegn Englandsmeisturum Manchester City á heimavelli.




Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. Burnley, 80 stig
15. Wolves, 71 stig
16. Nottingham Forest, 67 stig
17. Everton, 66 stig
18. Bournemouth, 56 stig
19. Sheffield United, 31 stig
20. Luton Town, 16 stig
Athugasemdir
banner