Joshua Zirkzeee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
   fim 04. júlí 2024 19:38
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal líklegasti áfangastaður Calafiori
Mynd: Getty Images
Ítalski fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að Arsenal sé búið að opna viðræður við Bologna um ítalska varnarmanninn Riccardo Calafiori.

Calafiori sló í gegn með Bologna á síðustu leiktíð er liðið hafnaði í þriðja sæti Seríu A.

Þessi 22 ára gamli miðvörður er einn mest spennandi varnarmaður Evrópuboltans um þessar mundir en miklar líkur eru á því að hann sé að ganga í raðir Arsenal.

Romano segir að Arsenal hafi opnað viðræður við Bologna um kaup á leikmanninum en hann er falur fyrir um 42 milljónir punda.

Ítalski landsliðsmaðurinn er áhugasamur um að fara til Arsenal og hefur þegar gefið grænt ljós á skiptin.

Arsenal er að vinna að því að klára viðræðurnar sem allra fyrst en Chelsea og Liverpool hafa einnig verið orðuð við leikmanninn.
Athugasemdir
banner