PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   fös 05. júlí 2024 22:35
Brynjar Ingi Erluson
Mats Wieffer til Brighton (Staðfest)
Mats Wieffer er mættur til Brighton
Mats Wieffer er mættur til Brighton
Mynd: Brighton
Brighton gekk í kvöld frá kaupum á hollenska miðjumanninum Mats Wieffer en hann kemur frá Feyenoord fyrir 25 milljónir punda.

Wieffer 24 ára gamall varnarsinnaður miðjumaður sem kom að tuttugu mörkum á tveimur árum sínum hjá Feyenoord.

Þar spilaði hann undir stjórn Arne Slot sem er í dag nýr stjóri Liverpool á Englandi.

Wieffer vann hollensku deildina á síðasta ári og bikarinn í ár en hann hefur nú nýja vegferð á Bretlandseyjum.

Brighton staðfesti kaup á honum í kvöld. Félagið greiðir 25 milljónir punda og skrifaði Wieffer undir fimm ára samning.

Óvíst er hvort Wieffer verði klár strax en hann gat ekki farið með hollenska landsliðinu á Evrópumótið vegna meiðsla.


Athugasemdir
banner
banner