Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
   fös 05. júlí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Klopp gefur Bandaríkjamönnum von - „Stuðningsmennirnir eru rafmagnaðir“
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool á Englandi, birti áhugaverða mynd á Instagram-síðu sinni á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna sem var fagnað í gær.

Undanfarna daga hefur Klopp verið orðaður við landsliðsþjálfarastarf Bandaríkjanna en stjórn fótboltasambandsins er að íhuga að reka Gregg Berhalter eftir slakt gengi á Copa America.

Klopp hætti með Liverpool eftir níu ára dvöl sína hjá félaginu en hann hefur ákveðið að taka sér að minnsta kosti árs frí frá fótbolta og njóta lífsins.

Tim Howard, fyrrum leikmaður Manchester United og bandaríska landsliðsins, sagðist sannfærður um að hann gæti fengið Klopp til að taka við landsliðinu og stýra því á HM 2026 sem verður haldið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

Færsla Klopp á Instagram hefur gefið Bandaríkjamönnum von en þar óskaði hann þeim innilega til hamingju með þjóðhátíðardaginn.

„Fullkominn dagur til að hugsa um ferðir mínar með Liverpool í Bandaríkjunum. Við nutum okkar vel og voru bandarísku stuðningsmennirnir rafmagnaðir! Eigið gleðilegan 4. júlí,“ skrifaði Klopp undir myndina.


Athugasemdir
banner
banner
banner