Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
   fös 05. júlí 2024 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM spáin - Jafnar á 90+8 og rífur sig úr að ofan
Frakkar mæta Portúgal.
Frakkar mæta Portúgal.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skorar Ronaldo loksins í dag?
Skorar Ronaldo loksins í dag?
Mynd: EPA
Það er rosalegur dagur á Evrópumótinu í Þýskalandi þar sem átta-liða úrslitin hefjast með tveimur leikjum. Seinni leikur dagsins fer fram klukkan 19:00.

Spámenn Fótbolta.net eru Gunnar Birgisson og Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamenn á RÚV, en þeir hafa báðir verið frábærir í umfjöllun í kringum mótið. Þeir spá um úrslit allra leikja í útsláttarkeppninni ásamt fulltrúa Fótbolta.net. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Gunnar Birgisson

Frakkland 3 - 2 Portúgal
Fyrsta mark Ronaldo á mótinu þegar hann kemur Portúgal yfir en ég held að vörn Portúgala muni ströggla aðeins í dag. Frakkar merja þetta í framlengingu.

Jóhann Páll Ástvaldsson

Frakkland 1 - 1 Portúgal
Getur franska liðið skorað úr opnum leik? Getur CR7 sett mark sitt á mótið? Ég segi já og nei - 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Tchouameni þorir að spila meira fram á við og hættir að lúðra honum af 30 metrunum. Finnur Mbappé í hlaup sem setur hann. Bruno jafnar metin. Martinez þorir ekki að taka CR7 út af, sem fær draumakross eftir draumakross en nær ekki að setja'nn

Förum í framlengingu og þar fatast liðunum flugið. Endum í vító þar sem Frakkar fara áfram. Diogo Costa sýndi alvöru frammistöðu en Maignan er jafnvel enn betri í vítum. Verður hetja kvöldsins.

Fótbolti.net - Sölvi Haraldsson

Frakkland 1 - 1 Portúgal
Þetta verður mjög rólegur leikur en hann mun eiga sín móment. Leikurinn fara upp í einhverja vitleysu í lokin þegar geitin sjálf jafnar á 90+8 og rífur sig úr að ofan. Frakkar munu liggja á Portúgölum í framlengingunni og brenna meira að segja á einu víti. Síðan fer þetta í vító og menn vita bara hvað gerist þar. Portúgalar kunna þetta og taka þetta í vítaspyrnukeppni.

Staðan:
Gunni Birgis - 10 stig
Fótbolti.net - 6 stig
Jói Ástvalds - 5 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner