PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   fös 05. júlí 2024 22:15
Brynjar Ingi Erluson
Scott Parker nýr stjóri Burnley (Staðfest)
Scott Parker
Scott Parker
Mynd: Burnley
Scott Parker hefur verið ráðinn stjóri Burnley í ensku B-deildinni en þetta var tilkynnt í kvöld.

Vincent Kompany hætti með Burnley eftir að hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni eftir síðustu leiktíð og tók hann við Bayern München í Þýskalandi.

Burnley hefur síðustu vikur unnið að því að finna eftirmann hans og margir verið orðaðir við stöðuna en það hefur nú staðfest arftaka Kompany.

Scott Parker skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Burnley og fær hann þann verkefni að koma liðinu aftur upp í deild þeirra allra bestu.

„Ég hef rætt við Burnley í einhvern tíma sem er bara af hinu góða því nú er ég kominn með alvöru tilfinningu fyrir fólkinu hjá félaginu. Það að vera í kringum æfingasvæðið þá fær maður þessa tilfinningu aftur og get ég ekki beðið eftir því að hefja störf.“

„Það mikilvægasta er að ná árangri á þessu ári. Við verðum að vinna og byggja upp lið sem stuðningsmennirnir og félagið getur verið stolt af. Þetta lið getur verið fulltrúi þeirra og það er markmiðið,“
sagði Parker.

Parker er með ágætis reynslu í því að komast upp úr B-deildinni en hann kom bæði Fulham og Bournemouth upp á síðustu árum.

Hann var síðast þjálfari Club Brugge í Belgíu en entist aðeins í fjóra mánuði.


Athugasemdir
banner
banner