Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
   fös 05. júlí 2024 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Nagelsmann setur pressu á Yamal - „Sjáum hvernig hann mun bregðast við“
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann, þjálfari þýska landsliðsins, er farinn að spila hugarleiki við Spánverja svona rétt fyrir stórleik þjóðanna í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í kvöld.

Spánn og Þýskaland hafa án nokkurs vafa verið bestu lið mótsins til þessa.

Hinn 16 ára gamli Lamine Yamal hefur verið fastamaður í byrjunarliðinu og er þegar kominn með tvær stoðsendingar á mótinu ásamt því að hafa skapað haug af færum fyrir sig og liðsfélaga sína.

Nagelsmann var spurður út Yamal á blaðamannafundi í gær.

„SJáum hvernig hann bregst við þegar hlutirnir verða erfiðir. Það er ekki hægt að verjast honum fullkomlega, en einbeiting mín er meira á Jamal Musiala frekar en Yamal. Við getum líka gert eitthvað í sóknarleiknum,“ sagði Nagelsmann.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu á RÚV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner