Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
   fös 05. júlí 2024 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur Óla á réttri leið - „Eitt besta Þróttaralið sem ég hef spilað á móti"
Þróttur hefur verið að finna betri takt.
Þróttur hefur verið að finna betri takt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, hrósaði Þrótti eftir leik liðanna í vikunni. Valur vann leikinn með dramatískum hætti, 1-0.

Þessi tvö lið mættust tvisvar með stuttu millibili en Valur vann báða leikina, fyrst í bikarnum og svo í deildinni.

Ólafur Kristjánsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Þróttar en liðið hefur verið að finna aðeins betri takt að undanförnu eftir að hafa farið hægt af stað.

„Mér finnst þetta Þróttaralið mjög gott og mér finnst Óli hafa gert mjög góða hluti hjá Þrótti," sagði Pétur, sem hefur lengi þjálfað kvennalið Vals, eftir leikinn fyrr í vikunni.

„Ég get alveg sagt þér að þetta er eitt besta Þróttaralið sem ég hef spilað á móti."

Hann telur Þrótt vera á réttri leið undir stjórn Ólafs. „Þetta er algjörlega á réttri leið hjá honum."

Ólafur er í fyrsta sinn að stýra liði í kvennaboltanum en hann hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er býsna fær þjálfari. Ólafur var síðast hjá Breiðabliki sem yfirmaður fótboltamála áður en hann tók við Þrótti síðasta vetur, en hann hefur á sínum þjálfaraferli stýrt Fram, Breiðabliki, Nordsjælland, Randers, Esbjerg og FH. Hann varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Breiðabliki.

„Við erum komnar með fleiri stig á töfluna og verðum bara að halda áfram. Mér finnst spilamennskan í 80-90 prósent leikja hafa verið virkilega fín, en þetta snýst um að ná í stig og núna þurfum við að spyrna við aftur," sagði Ólafur við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Val sem tapaðist á marki í uppbótartímanum. „Markmiðin hjá okkur eru bara að halda áfram að spila þann leik sem við erum að spila, bæta okkur og passa okkur á því að gefa ekki svona möguleika frá okkur."
Pétur Péturs: Einhver 100 lið búin að bjóða í hana
Óli Kristjáns: Drullufúlt að sofna á verðinum áður en þú ert búinn að ná landi
Athugasemdir
banner
banner
banner