Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
   fös 05. júlí 2024 14:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Spánar og Þýskalands: Breyting sem kemur á óvart
Emre Can.
Emre Can.
Mynd: EPA
Það er sannkallaður stórleikur á Evrópumótinu núna klukkan 16:00 þegar Spánn og Þýskaland eigast við. Um er að ræða tvö af skemmtilegustu liðum mótsins.

Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir þennan áhugaverða leik og er er eitt sem kemur á óvart.

Það er að Emre Can, sem var kallaður seint inn í þýska hópinn, byrjar í fyrsta sinn á mótinu en Robert Andrich fer á bekkinn. Jonathan Tah snýr aftur í þýska liðið og Leroy Sane heldur sæti sínu.

Spánverjar halda sig við sama lið og vann 4-1 sigur gegn Georgíu í 16-liða úrslitunum.

Byrjunarlið Spánar: Simon; Carvajal, Le Normand, Laporte, Cucurella; Rodri, Fabian Ruiz; Yamal, Pedri, Williams; Morata.

Byrjunarlið Þýskalands: Neuer, Rudiger, Raum, Tah, Kimmich, Can, Kroos, Musiala, Gundogan, Sane, Havertz.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner