Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
   fös 05. júlí 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
„Rice meðal fimm bestu miðjumanna heims“
Declan Rice í landsleik á Wembley.
Declan Rice í landsleik á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Conor Gallagher miðjumaður Chelsea hleður Declan Rice, liðsfélaga sinn hjá enska landsliðinu, lofi. Gallagher segir Rice meðal fimm bestu miðjumanna heims.

„Hann er toppnáungi og einnig toppfótboltamaður. Hann hefur spilað stórkostlega síðan hann klæddist landsliðstreyjunni í fyrsta sinn og hann leiðir með fordæmi. Hann á allt hrós skilið," segir Gallagher.

„Hann hefur alltaf verið frábær karakter. Hann er alltaf að grínast og hlæja. Sem fótboltamaður hefur hann styrkst rosalega líkamlega. Hann hefur verið magnaður með Arsenal og ég tel að hann muni halda áfram að bæta sig."

„Hann er í heimsklassa og ég myndi segja meðal fimm bestu miðjumanna heims. Það sem er spennandi er að hann er alltaf að verða betri."
Athugasemdir
banner
banner
banner