Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
   fös 05. júlí 2024 16:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nacho yfirgefur Vestra og fer í 2. deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski miðjumaðurinn Nacho Gil er samkvæmt heimildum Fótbolta.net búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Vestra og mun þegar félagaskiptaglugginn opnar fara á láni til Selfoss út tímabilið. Í kjölfarið rennur samningur hans við Vestra út.

Hjá Selfossi hittir Nacho fyrir sinn fyrrum þjálfara því hann og Bjarni Jóhannsson unnu saman hjá Vestra tímabilið 2020.

Hann kom fyrst til Íslands tímabilið 2018 og lék fyrstu tvö tímabiin með Þór. Hann gekk svo í raðir Vestra tímabilið 2020 og skoraði tíu mörk í sautján leikjum í Lengjudeildinni. Í fyrra kom hann við sögu í 23 af 25 leikjum liðsins í Lengjudeildinni.

Á þessu tímabili hefur hinn þrítugi Nacho eingunis komið við sögu í fimm deildarleikjum og tveimur bikarleikjum. Hann spilaði sinn síðasta leik fyrir Vestra gegn Val í þarsíðustu umferð en var ekki í hópnum gegn Fram í síðustu umferð.

Selfoss er á toppi 2. deildar, liðið er með 25 stig eftir tíu umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner