Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
   fös 05. júlí 2024 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Léttist sýnilega um nokkur kíló - „Fannst hann alveg stórkostlegur"
Lengjudeildin
Frá því í gær.
Frá því í gær.
Mynd: Akureyri.net/Skapti Hallgrímsson
Mynd: Akureyri.net/Skapti Hallgrímsson
Það var einum manni sérstaklega létt í lok leiks Þórs og Gróttu í gær og það var framherjanum Rafael Victor í liði Þórs.

Honum tókst að koma inn marki í fyrsta sinn í tvo mánuði þegar hann setti boltann í net Gróttumanna í uppbótartíma seinni hálfleiksins.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 Grótta

Rafael reif sig úr treyjunni og kastaði henni frá sér. Allir viðstaddir sáu að þungu fargi var af honum létt. Hans síðasta mark hafði komið gegn Aftureldingu þann 9. maí. Hann var sóttur til þess að raða inn mörkum eftir að hafa skorað 13 mörk í 20 leikjum fyrir Njarðvík í fyrra. Hann fékk gult spjald fyrir að fara úr treyjunni eins og reglur segja til um.

Fótbolti.net ræddi við Sigurð Höskuldsson. þjálfara Þórs, eftir leikinn og var hann spurður út í framherjann sinn.

„Mér fannst hann alveg stórkostlegur í dag, held hann hafi skallað svona 20 bolta í burtu úr okkar teig. Í svona leik þá er það alveg ofboðslega mikilvægt. Hann var frábær hérna í seinni hálfleik að tengja spil og óheppinn að skora ekki úr dauðafæri í fyrri hálfleik. Það sást, hann reif sig úr treyjunni, extra ljúft fyrir hann að ná að troða inn þessu marki," sagði Siggi.

„Ég tala við alla leikmennina, ekkert meira við hann en aðra. Þetta er fullorðinn maður, hann veit alveg hvernig á að díla við að vera ekki búinn að skora. Ég er aðeins búinn að vera reyna hjálpa honum og hann var frábær í dag og hefur verið mjög flottur," bætti þjálfarinn við.

Í viðtalinu sem sjá má hér að neðan segir Siggi að Þórsarar muni skoða að fá inn 1-2 leikmenn í glugganum.

Myndir eru birtar með leyfi Skapta Hallgrímssonar. Fleiri myndir og umfjöllun hans um leikinn má sjá á Akureyri.net.


Leiðinlegasti hálfleikur sem hefur verið spilaður - „Fannst við stúta þeim í seinni"
Athugasemdir
banner
banner