Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
Halli Hróðmars eftir dramatík á Akureyri - „Galið úr því sem komið var"
Nikolaj elskar að glíma við breska varnarmenn af gamla skólanum
Arnar fengið góða punkta frá Óskari Hrafni: Verið mjög hjálplegur
„Allt of margir köstuðu inn hvíta handklæðinu“
„Hún skoraði tvö mörk sem var fyllilega verðskuldað miðað við frammistöðuna“
Heiða Ragney: Græðgi í mér
Jóhann Kristinn: Sama fýlan af þessum mörkum
Óli Kristjáns: Þær spiluðu okkur sundur og saman
Hulda Ósk: Gott að hitta á Söndru og Karenu því þær klára alltaf
Gunnar Magnús: Þetta var máttlaust
Eva Lind: Ég var smá hrædd um að hún myndi ná að pota í hann
Sigdís meyr eftir leik: Það voru tilfinningar í dag - Reyni að fela það
Pétur: Er orðinn svo gamall og ruglaður
Amanda á leiðinni út - „Líklega minn seinasti leikur fyrir Val í bili“
John mun sakna Sigdísar: Ég brotnaði næstum því niður
Venni talar um draum: Þeir voru háværir þó þeir voru fáir
Dragan alls ekki sáttur: Þetta er ekki gott
Haukur Páll: Eykur töluvert líkurnar að vinna leiki ef við höldum hreinu
Rúnar Páll: Óþarfi að gefa svona sterku liði eins og Val svona mörk
Adam Ægir: Mér hefur vantað þetta mark
   fös 05. júlí 2024 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Best í Mjólkurbikarnum: Tvö sterkustu lið landsins mætast
Fanney Inga Birkisdóttir.
Fanney Inga Birkisdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanney Inga eftir leikinn gegn Þrótti.
Fanney Inga eftir leikinn gegn Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er ekki lengur efnileg, hún er frábær markvörður," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 3-0 sigur gegn Þrótti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Þar var hann að tala um Fanneyju Ingu Birkisdóttur, markvörð Vals.

Fanney Inga er fædd árið 2005 en hún hefur sýnt það og sannað að hún er frábær markvörður. Hún er besti leikmaður undanúrslita Mjólkurbikarsins að mati Fótbolta.net.

Fanney, sem er aðalmarkvörður landsliðsins, ræddi aðeins við Fótbolta.net í dag en hún tók á móti verðlaunum frá Mjólkursamsölunni í leiðinni.

„Þetta var fínn leikur, gott að ná í sigur og komast á Laugardalsvöll," sagði Fanney um sigurinn gegn Þrótti í undanúrslitunum.

„Þróttararnir voru sprækir og gáfu okkur alvöru leik. Ég þurfti að hafa fyrir mínu. Við nýttum okkar fær og uppskárum eftir því. Það er alltaf gaman að halda hreinu og ég var sátt með mitt."

Fanney var mjög öflug í leiknum en Valur mætir Breiðabliki í úrslitaleiknum í Laugardalnum þann 16. ágúst næstkomandi. Fram að því eru mikilvægir leikir hjá Fanneyju með Val og landsliðinu.

Það má segja að þetta sé draumaúrslitaleikur þar sem þetta eru tvö bestu lið landsins; þau eru núna jöfn á toppnum í Bestu deildinni.

„Það er alltaf gaman að spila bikarúrslitaleik og gaman að það séu tvö bestu lið landsins að mætast," sagði Fanney.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner