PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   fös 05. júlí 2024 23:22
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir kvöldsins: Komið gott hjá Ronaldo?
Cristiano Ronaldo átti slakan leik
Cristiano Ronaldo átti slakan leik
Mynd: EPA
Varamaðurinn Dani Olmo átti frábæra frammistöðu inn af bekknum
Varamaðurinn Dani Olmo átti frábæra frammistöðu inn af bekknum
Mynd: EPA
Unai Simon var góður á milli stanganna
Unai Simon var góður á milli stanganna
Mynd: EPA
Enski miðillinn Independent heldur utan um einkunnagjöf leikmanna í leikjunum tveimur í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í kvöld en Cristiano Ronaldo fær aðeins 4 frá miðlinum.

Ronaldo var varla sjáanlegur í tapi Portúgals gegn Frakklandi í Hamburg.

Hann fékk eitt eða tvö færi sem hann fór illa með. Varðist lítið eða í raun ekki fyrr en í framlengingunni og framlag hans lítið á öllu mótinu.

Independent gaf honum lægstu einkunn af öllum í leik Frakklands og Portúgals á síðasta Evrópumóti kappans. Ronaldo er enn að raða inn mörkum í Sádi-Arabíu og gerði einnig í undankeppninni með Portúgölum en virðist ekki lengur hafa töfrana á stórmótunum.

Hann er sagður ætla að enda feril sinn á HM 2026, en það er erfitt að sjá hann gera eitthvað þar eftir frammistöðu hans á síðustu tveimur stórmótum.

Einkunnir Portúgals: Costa (7), Cancelo (6), Dias (7), Pepe (6), Mendes (6), Vitinha (6), Palhinha (6), Bernardo (6), Fernandes (6), Ronaldo (4), Leao (7).
Varamenn: Felix (4), Semedo (6, Neves (6), Conceicao (6).

Frakkland: Maignan (7), Kounde (6), Upamecano (6), Saliba (7), Hernandez (6), Kante (7), Tchouameni (6), Camavinga (6), Griezmann (6), Mbappe (6), Kolo Muani (6).
Varamenn: Dembele (7), Thuram (6), Fofana (6), Barcola (6).

Dani Olmo var besti maður Spánverja í 2-1 sigrinum á Þýskalandi í Stuttgart.

Olmo skoraði fyrra markið og lagði upp síðara í leiknum, en hann kom inn af bekknum fyrir meiddan Pedri á 4. mínútu.

Toni Kroos, sem lauk ferli sínum í kvöld, fékk 6 í einkunn, en hann var heppinn að vera enn inn á vellinum þegar flautað var til leiksloka.

Spánn: Simon (8), Carvajal (7), Le Normand (6), Laporte (7), Cucurella (6), Pedri (N/A), Rodri (7), Fabian (7), Yamal (7), Morata (6), Williams (7).
Varamenn: Olmo (9), Nacho (7), Ferran (6), Oyarzabal (6), Merino (7).

Þýskaland: Neuer (7), Kimmich (8), Rüdiger (6), Tah (6), Raum (6), Can (6), Kroos (6), Sane (6), Gündogan (6), Musiala (6), Havertz (6).
Varamenn: Andrich (6), Wirtz (8), Füllkrug (7), Mittelstädt (6), Müller (7), Anton (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner