Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
   fös 05. júlí 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Vandfundið lið sem kemur jafn víða að"
Gunnar að fara yfir málin.
Gunnar að fara yfir málin.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
'Þetta er skemmtilegt umhverfi að vera í og hópurinn er skemmtilegur'
'Þetta er skemmtilegt umhverfi að vera í og hópurinn er skemmtilegur'
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
'Við erum vonandi komnir í gang'
'Við erum vonandi komnir í gang'
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
„Byrjunin hjá okkur var ekki góð, erum búnir spila mikið af útileikjum; sjö af tíu á útivelli og við höfum ekki sótt mörg stig úti," sagði Gunnar Már Guðmundsson, þjálfari Þróttar Vogum við Fótbolta.net.

Þróttarar sitja í 5. sæti deildarinnar eftir tíu leiki. Þeir fengu einungis eitt stig úr fyrstu tveimur leikjunum en í síðustu sjö leikjum hefur liðið unnið fimm. Annar af tapleikjunum var gegn Selfyssingum, sá leikur tapaðist 6-1.

„Það var einhver sálfræði skelfing sem við lendum í á Selfossi. Við vorum betra liðið í fyrri hálfleik en töpum 6-1, fáum á okkur fimm mörk á korteri, eitthvað sem ekki er hægt að útskýra, maður var fljótur að hreinsa það út úr hausnum. Hinir tapleikirnir voru jafnir, vorum þéttari en fáum á okkur víti bæði í Ólafsvík og á Reyðarfirði. Úrslitin voru ekki að falla með okkur í byrjun, og síðasti tapleikurinn var heima gegn Kormáki/Hvöt sem var vonbrigði."

„Við viljum meina að sumarið sé að byrja núna, töluðum um það eftir leikinn gegn Selfossi (í 5. umferð), að reyna byrja þetta; við höfum unnið fjóra af síðustu fimm. Við erum vonandi komnir í gang."


29 breytingar
Eruð þið með eitthvað markmið um sæti?

„Í rauninni ekki, engin markmið gefin út. Við viljum fara inn í seinni hlutann á tímabilinu með þann möguleika að berjast um að fara upp. Ég tel okkur algjörlega hafa mannskap í það."

„Milli ára urðu töluvert fleiri breytingar en menn vildu meina að yrðu þegar ég kom inn í þetta. Ég held það séu 17 leikmenn út og 12 inn - eitthvað svoleiðis. Það var góður kjarni og svo höfum við byggt utan á það. Það er mikið af ungum leikmönnum sem eru að klára 2. flokk sem eru að fá tækifæri hjá okkur. Við erum með lánsmenn héðan og þaðan sem hafa styrkt okkur fullt."


25 manna hópur og leikmenn koma frá 17 félögum
Gunnar segir ástandið í nágreninu ekki hafa haft bein áhrif á liðið; engin æfing dottið út eða þess háttar.

„Þetta er skemmtilegt umhverfi að vera í og hópurinn er skemmtilegur. Ég fór yfir það um daginn, það eru 25 leikmenn í hópnum og þeir koma frá 17 mismunandi félögum. Ég held það sé vandfundið lið sem kemur jafn víða að."

Stærð hópsins mun hjálpa þegar líður á
Þjálfarinn nýtur sín í starfi þjálfara Þ?ottar þó að það sé talsvert öðruvísi starf en hann er vanur.

„Ég fíla þetta vel, allt annað umhverfi en ég þekki. Ég hef verið meira í félögum þar sem hópurinn er tiltölulega lítið en svo er sótt niður í 2. flokk. Þarna er það ekki í boði, það er enginn 2. flokk. Við erum með 25 menn sem gera tilkall í hópinn, Það getur verið erfitt að halda mönnum ánægðum með svona stóran hóp, en við höfum erið „lánsamir" að menn hafa verið meiddir og í banni á mismunandi tímum. Það hefur því ekki oft verið þannig að við erum að skilja einhverja menn sem eru heilir heilsu fyrir utan hóp. Það mun hjálpa okkur þegar líður á sumarið, þegar leikbönn fara að herja á öll lið, þá er gott að vera með breiðan og jafnan hóp. Það eru nokkrir leikmenn sem eru stærri númer, svo eru hitt nokkuð jafnir leikmenn sem allir gera tilkall í byrjunarliðssæti," sagði Gunnar.

Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Völsungi á sunnudag.
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 10 8 1 1 21 - 9 +12 25
2.    Víkingur Ó. 11 6 5 0 27 - 13 +14 23
3.    KFA 11 7 1 3 26 - 17 +9 22
4.    Þróttur V. 11 6 1 4 23 - 17 +6 19
5.    Völsungur 11 5 1 5 20 - 19 +1 16
6.    Ægir 11 4 3 4 17 - 15 +2 15
7.    Höttur/Huginn 11 4 3 4 20 - 21 -1 15
8.    Haukar 11 4 2 5 17 - 21 -4 14
9.    Kormákur/Hvöt 11 3 3 5 10 - 15 -5 12
10.    KFG 10 3 1 6 17 - 19 -2 10
11.    KF 11 2 1 8 10 - 24 -14 7
12.    Reynir S. 11 1 2 8 15 - 33 -18 5
Athugasemdir
banner
banner
banner