Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
   fös 05. júlí 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Bellingham spilar gegn Sviss - Fékk sekt en ekki bann
Bellingham fær sekt fyrir óviðeigandi látbragð.
Bellingham fær sekt fyrir óviðeigandi látbragð.
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham verður með enska landsliðinu gegn Sviss í 8-liða úrslitum EM á morgun.

Hann fékk 30 þúsund evra sekt fyrir látbragð sitt eftir að hann skoraði gegn Slóvakíu á sunnudaginn.

Hann fékk einn leik í skilorðsbundið bann, sem hann þarf ekki að afplána nema hann brjóti af sér á svipaðan hátt. Hann getur því spilað í Dusseldorf á morgun.

Bellingham var með óviðeigandi látbragð eftir að hann skoraði með bakfallsspyrnu gegn Slóvakíu. Sagt var að hann hefði beint því að slóvakíska bekknum. Hann þóttist grípa um hreðjarnar.

Miðjumaðurinn svaraði ásökununum á samfélagsmiðlum og sagði að þetta hefði verið einkahúmor sem hefði verið beint til náinna vina sinni í stúkunni. Hann bæri fulla virðingu til Slóvaka.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner