Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
   fös 05. júlí 2024 14:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM spáin - Galið að annað hvort liðið sé á leið heim
Musiala hefur verið frábær á mótinu.
Musiala hefur verið frábær á mótinu.
Mynd: EPA
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánverjar eru búnir að vera frábærir á þessu móti.
Spánverjar eru búnir að vera frábærir á þessu móti.
Mynd: Getty Images
Það er rosalegur dagur framundan á Evrópumótinu í Þýskalandi þar sem átta-liða úrslitin hefjast með tveimur leikjum. Tvö skemmtilegustu lið mótsins eru að fara að mætast í fyrri leik dagsins klukkan 16:00.

Spámenn Fótbolta.net eru Gunnar Birgisson og Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamenn á RÚV, en þeir hafa báðir verið frábærir í umfjöllun í kringum mótið. Þeir spá um úrslit allra leikja í útsláttarkeppninni ásamt fulltrúa Fótbolta.net. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Jóhann Páll Ástvaldsson

Spánn 1 - 2 Þýskaland
Leikurinn sem allir vilja sjá - en enginn á þessum tímapunkti! Galið að annað hvort liðið sé á leið heim. Bæði lið koma til að spila í dag, Lindar Lúðvík og Nagelsmaðurinn eru pjúristar.

Við fáum leik sem er skemmtilegur áhorfs en vantar að reka smiðshöggið á sóknirnar. Musiala skorar eftir varnarmistök Robin le Normand en Olmo jafnar metin með trylltu skoti. 1-1 eftir venjulegan og Þjóðverjar skora sigurmarkið í framlengingu. Rüdiger skorar af harðfylgi á sínum gömlu heimahögum í Stuttgart.

Gunnar Birgisson

Spánn 2 - 2 Þýskaland
Langstærsti leikur mótsins og í raun úrslitaleikur. Tvö bestu liðin á mótinu og þetta verður listgjörningur í 120 mínútur og svo vító sem Þýskaland vinnur. Neuer ver tvær.

Fótbolti.net - Sölvi Haraldsson

Spánn 2 - 3 Þýskaland
Jæja loksins fáum við geggjaðan leik á þessu móti. Hágæða lið sem vilja skemmta okkur. Yamal setur alltaf eitt og Havertz er líklegur af punktinum. Fullkrug hins vegar klárar þetta fyrir heimamenn í framlengingu og allt gjörsamlega tryllist!

Staðan:
Gunni Birgis - 10 stig
Fótbolti.net - 6 stig
Jói Ástvalds - 5 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner