PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 05. júlí 2024 20:54
Brynjar Ingi Erluson
Morata ekki í banni eftir allt - Mistök gerð í útsendingu
Mynd: EPA
Alvaro Morata, sóknarmaður spænska landsliðsins, verður ekki í banni í undanúrslitum Evrópumótsins en þetta fullyrðir MARCA.

Í útsendingunni var greint frá því að Morata væri á leið í bann eftir að hafa fengið gult spjald í kringum sigurmark Spánverja.

MARCA segir þetta ekki rétt. Mistök voru gerð í útsendingunni og fékk Morata aldrei þetta umtalaða spjald.

Einnig var greint frá spjaldinu í lýsingu UEFA, fótboltasambands Evrópu, en færslan hefur verið tekin úr lýsingunni.

Morata verður því til taks í undanúrslitunum, sem er auðvitað mikilvæg, þar sem Morata gegnir hlutverki fyrirliða.

Spánn mætir Frakklandi eða Portúgal í undanúrslitum en staðan þar er markalaus þegar nokkrar mínútur eru til leiksloka.
Athugasemdir
banner
banner
banner