Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
   fös 05. júlí 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Bellingham: Arda Guler getur orðið betri en ég
Ard Guler hefur eignast marga nýja aðdáendur.
Ard Guler hefur eignast marga nýja aðdáendur.
Mynd: Getty Images
Tyrkland mætir Hollandi í 8-liða úrslitum á morgun.
Tyrkland mætir Hollandi í 8-liða úrslitum á morgun.
Mynd: EPA
Tyrkneska ungstirnið Arda Guler er með hæfileikana til að verða betri en Jude Bellingham. Það segir allavega enski landsliðsmaðurinn sjálfur.

Þeir eru liðsfélagar hjá Real Madrid og segir Bellingham að Guler sýni ótrúleg tilþrif á æfingum liðsins.

Guler er nítján ára gamall og er algjör demantur fyrir landslið Tyrklands. Hann yfirgaf Fenerbahce og fór til Real Madrid síðasta sumar.

Á sínu fyrsta tímabili með spænska stórliðinu var spiltími Guler afskaplega takmarkaður. Carlo Ancelotti lét hann spila tíu leiki yfir tímabilið en í þeim skoraði hann sex mörk.

Það hefur fjölgað gríðarlega í aðdáendahópi Guler síðan Evrópumótið fer af stað og fylgjendum hans á samfélagsmiðlum hefur fjölgað um milljónir.

Hann er kallaður hinn 'Tyrkneski Messi' og byrjaði mótið á því að skora gegn Georgíu strax í fyrsta leik. Henn hefur skapað ýmsar hættur fyrir mótherja sína og lagði upp mark með hornspyrnu í 2-1 sigri Tyrklands gegn Austurríki í 16-liða úrslitum.

Tyrkland mætir Hollandi í 8-liða úrslitum annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner