Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
   fös 05. júlí 2024 19:01
Brynjar Ingi Erluson
Þrír í banni í undanúrslitunum
Dani Carvajal verður ekki með í undanúrslitunum
Dani Carvajal verður ekki með í undanúrslitunum
Mynd: EPA
Þrír leikmenn spænska landsliðsins verða í banni í undanúrslitum Evrópumótsins.

Spánverjar unnu Þjóðverja, 2-1, eftir framlengdan leik en það var Mikel Merino sem gerði sigurmarkið á 119. mínútu með góðu skallamarki.

Luis de la Fuente, þjálfari Spánverja, þarf að gera einhverjar breytingar í undanúrslitunum, en þeir Alvaro Morata, Dani Carvajal og Robin Le Normand verða allir í banni.

Le Normand fékk gula spjaldið í fyrri hálfleik. Morata var tekinn af velli í síðari hálfleik en tókst að næla sér í áminningu fyrir óhóflegt fagn sitt af bekknum og verður því ekki með í næsta leik.

Carvajal fékk að líta tvö gul og þar með rautt. Hann fékk rauða spjaldið fyrir að rífa Jamal Musiala niður á lokasekúndum leiksins.

Athugasemdir
banner
banner
banner