Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
   fös 05. júlí 2024 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ögmundur á leið í Val - Frederik Schram á förum
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson er að ganga í raðir Vals. Þetta kom fyrst fram í Dr Football í dag og samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net er það rétt.

Ögmundur kemur til með að vera tilkynntur hjá Val núna í dag eða á allra næstu dögum.

Frederik Schram er aðalmarkvörður Vals og hefur verið það frá því hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Samningur hans rennur út í lok árs og er hann þá væntanlega á förum. Frederik hefur verið einn besti markvörður landsins frá því hann kom til Vals.

„Frederik Schram er búinn að segja nei við nýjum samningi við Val. Hann vildi verða launahæsti leikmaður liðsins eða nálægt því allavega. Þeir eru komnir með nýjan markmann," sagði Hjörvar Hafliðason í Dr Football.

Ögmundur er 35 ára gamall og er uppalinn hjá Fram. Hann hefur leikið erlendis síðustu tíu árin með Randers í Danmörku, Hammarby í Svíþjóð, Excelsior í Hollandi og svo með AEL, Olympiakos og A.E. Kifisia í Grikklandi frá 2018.

Ögmundur á að baki 19 landsleiki fyrir Ísland.


Athugasemdir
banner
banner
banner