Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
   fös 05. júlí 2024 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Ótrúlegur leikur í Hafnarfirði - „Auðvelt að sækja í þá minningu"
Ótrúlegur leikur.
Ótrúlegur leikur.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Þróttarar náðu endurkomusigri.
Þróttarar náðu endurkomusigri.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Jökull varði vel þegar á reyndi.
Jökull varði vel þegar á reyndi.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Gleði í leikslok.
Gleði í leikslok.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
„Þetta var ótrúlegur leikur," sagði Gunnar Már Guðmundsson, þjálfari Þróttar í Vogum, við Fótbolta.net í gær. Hann ræddi um ótrúlega endurkomu síns liðs gegn Haukum í 2. deild karla.

Þróttarar komu til baka úr stöðunni 3-0 og unnu 3-5 sigur á miðvikudagskvöldið.

„Mér fannst þeir ekki vera með þá yfirburði að eiga vera komnir í 3-0 yfir. Maður var vonlítill í þeirri stöðu, en liðið hélt alltaf áfram. Við vorum að reyna að skapa en náðum ekki að opna þá."

„En um leið og við skorum 3-1 þá sá maður á liðinu að það hafði trú á því að koma til baka. Það hjálpaði að hafa nýlega spilað á móti Haukum, þá lentum við 2-0 undir en unnum 2-3. Karakterinn í liðinu var bara geggjað, menn stigu upp á 'crucial' augnablikum; Jökull markmaður varði tvisvar alveg frábærlega í stöðunni 3-4. Svo eru sóknarmennirnir farnir að vakna til lífsins hjá okkur."


Gunnar átti nokkuð langan leikmannaferil en hann man ekki eftir því að hafa upplifað álíka endurkomu.

„Ekki úr 3-0 stöðu. Ég var að reyna rifja þetta upp en man ekki eftir að hafa unnið leik eftir að hafa lent þremur mörkum undir."

Er eitthvað annað en trú sem getur útskýrt þetta?

„Það er ákveðin reynsla í liðinu, það eru gæði og líka graðir leikmenn sem vilja sanna sig. Ég held það sé ekkert eitthvað sérstakt sem snýr þessu við, við höfum valdið sjálfum okkur vonbrigðum með því að láta vörnina opnast upp á gátt í tveimur leikjum í sumar, og við vildum ekki að það myndi endurtaka sig. Sóknarleikurinn hefur orðið betri og betri eftir því sem liðið hefur á sumarið."

„Ég held þetta hafi bara smollið."

„Það hefur verið smá hrollur í Haukunum eftir að við skoruðum í 3-2 og þeir ætluðu áfram að verja forystuna. Þú nærð ekkert að rísa upp eftir að fá 3-3 mark í andlitið, og það var líka ekkert smá mark; hafsent skorar af 30 metra færi með skoti upp í samskeytin. Þá eiginlega vissi maður að við myndum klára þetta. En eftir að við fórum í 3-4 þá taka Haukarnir öll völd og við förum að verjast, það varð 'momentum' breyting."

„Hrós á vörnina og markmanninn að standast það álag."


Þróttarar unnu Hauka í úrslitaleik B-deildar Lengjubikarsins í lok apríl. Þá komust Haukar í 2-0 en gestirnir úr Vogunum sneru taflinu við.

„Ég held að það hafi skipt miklu máli. Við töluðum um það í hálfleik að við höfum áður verið undir, 2-0, og snúið því við. Það var auðvelt að sækja í þá minningu. En að koma til baka úr 3-0 stöðu er bara einstakt."

„Það var stemning og augnablikið var með okkur þegar hlutirnir voru að falla með okkur, eitthvað sem er erfitt að útskýra."


Þróttarar náðu að minnka muninn í 1-3 fyrir lok fyrri hálfleiks.

„Það var aðeins léttara yfir okkur en hefði verið, þá var ég ekki að fara breyta í hálfleik bara til að breyta. Við vorum búnir að sýna að við gætum skorað, búnir að ná að brjóta þá á bak aftur í þessu kerfi og við vorum ákveðnir að halda í það."

„Það var farið vel yfir það að í mörkunum sem þeir skora þá vorum við komnir aftur fyrir boltann, en menn voru ekki að pikka upp sína menn. Guðjón Pétur Lýðsson fékk að tía boltann upp, stilla sér upp og skjóta af 25 metra færi. Það vita allir hvernig það endar,"
sagði Gunnar sem var kampakátur með sigurinn.

Nánar var rætt við þjálfarann og verður meira úr viðtalinu seinna í dag.

Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 10 8 1 1 21 - 9 +12 25
2.    Víkingur Ó. 11 6 5 0 27 - 13 +14 23
3.    KFA 11 7 1 3 26 - 17 +9 22
4.    Þróttur V. 11 6 1 4 23 - 17 +6 19
5.    Völsungur 11 5 1 5 20 - 19 +1 16
6.    Ægir 11 4 3 4 17 - 15 +2 15
7.    Höttur/Huginn 11 4 3 4 20 - 21 -1 15
8.    Haukar 11 4 2 5 17 - 21 -4 14
9.    Kormákur/Hvöt 11 3 3 5 10 - 15 -5 12
10.    KFG 10 3 1 6 17 - 19 -2 10
11.    KF 11 2 1 8 10 - 24 -14 7
12.    Reynir S. 11 1 2 8 15 - 33 -18 5
Athugasemdir
banner
banner
banner