Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
   fös 05. júlí 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
„Að mínu mati skemmtilegasti leikstíllinn“
Arne Slot á æfingasvæði Liverpool.
Arne Slot á æfingasvæði Liverpool.
Mynd: Getty Images
Mynd: Liverpool
„Ein af ástæðum þess að þeir leituðu til mín er sú að leikstíll minn er ekki svo ólíkur Jurgen Klopp. Við viljum að stuðningsmenn mæti á völlinn og sjái orkumikið lið. Það er það sem ég einbeiti mér að," segir Arne Slot, nýr stjóri Liverpool.

Liverpool hélt fréttamannafund í morgun þar sem Slot og nýr íþróttastjóri félagsins, Richard Hughes, spjölluðu við fjölmiðlamenn.

„Við hrifumst af leikstíl hans með Feyenoord," segir Hughes um valið á Slot. „Það eru þættir sem við viljum sjá hér í Liverpool. Arne hefur náð árangri með leikstíl sem er sá skemmtilegasti áhorfs að mínu mati. Það er skylda hér að spila þannig fótbolta."

Slot segist skilgreina sitt kerfi sem 4-3-3 en leikmenn hafi mikið frjálsræði þegar liðið sé með boltann. Þegar það er ekki með boltann eigi leikmenn að vera mjög árásargjarnir.

Slot segir að hans helsta verkefni verði að vinna með núverandi leikmannahóp og reyna að bæta hann frekar en að leita út á markaðinn. Hann var spurður að því hvaða stöður myndu henta Trent Alexander-Arnold og Cody Gakpo best?

„Ég dæmi leikmenn ekki eftir því hverjar séu bestu stöður þeirra hjá landsliðunum þar sem það er öðruvísi en hér. Mismunandi leikmenn. Mismunandi hlutverk. Ég hef mína skoðun á því hvar þeir ættu að spila, en ég mun tala við þá fyrst áður en ég segi það hér!" svaraði Slot.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner