Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
   fös 05. júlí 2024 14:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vivianne Miedema í Man City (Staðfest)
Vivianne Miedema.
Vivianne Miedema.
Mynd: Man City
Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema hefur skrifað undir þriggja ára samning við Manchester City.

Þetta var staðfest núna í dag.

Miedema yfirgaf Arsenal á dögunum en hún gerði ekki nýjan samning við Lundúnafélagið.

Miedema gekk í raðir Arsenal frá Bayern München árið 2017 og hefur síðan þá skorað 125 mörk í 172 leikjum. Hún hefur einnig lagt upp 50 mörk.

Hún er markahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildar kvenna á Englandi.

Hin 27 ára gamla Miedema kom til baka úr erfiðum meiðslum á síðasta tímabili en það er sterkt fyrir Man City að landa henni.

Man City hafnaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili á meðan Arsenal hafnaði í þriðja sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner