Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
banner
   fös 05. júlí 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ólafsvíkingar með gríðarlega vel mannað lið miðað við deildina"
Gunnar Már Guðmundsson ræddi við Fótbolta.net í gær.
Gunnar Már Guðmundsson ræddi við Fótbolta.net í gær.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Gary Martin er einn af leikmönnum Ólafsvíkinga.
Gary Martin er einn af leikmönnum Ólafsvíkinga.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Selfyssingar sitja í toppsæti 2. deildar með 25 stig eftir tíu umferði, Ólafsvíkingar eru í 2. sæti með 20 stig og KFA fylgir fast á eftir með stigi minna. Fimm stig eru svo þaðan niður í sjöunda sætið.

Gunnar Már Guðmundsson, þjálfari Þróttar í Vogum, segir efstu sjö liðin öll eiga möguleika á því að fara upp í Lengjudeildina.

„Það er ekkert augljóst hvaða lið fara upp. Selfoss fór illa með okkur, Selfyssingar hafa litið vel út og klára sína leiki; reynsla í bæjarfélaginu, þjálfarateyminu og öllu. Þeir klára sína leiki af skynsemi, hafa unnið megnið af sínum leikjum með einu marki, sigla sínu heim. Svo er Víkingur Ólafsvík með alveg gríðarlega vel mannað lið miðað við deildina. Þetta eru þau tvö lið sem hafa staðið sig best," sagði Gunnar.

„Svo koma jöfn lið fyrir neðan. Þetta eru Völsungur, Haukar, KFA, við (Þróttur Vogum) og Ægir. Ég myndi segja að þetta séu þau sjö lið sem gera tilkall í efstu tvö sætin," bætti þjálfarinn við.

11. umferð 2. deildar fer fram á sunnudag og mánudag. Þróttur Vogum og Völsungur mætast í komandi umferð og Ólafsvíkingar fá Ægi í heimsókn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner