Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
   fim 04. júlí 2024 18:33
Brynjar Ingi Erluson
Einn efnilegasti varnarmaður Belgíu til Sporting (Staðfest)
Mynd: Sporting
Portúgalsmeistarar Sporting tilkynntu í dag kaup á belgíska varnarmanninum Zeno Debast en hann kemur frá Anderlecht í heimalandinu.

Debast er tvítugur miðvörður sem er talinn með efnilegustu miðvörðum Belgíu.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað tæplega hundrað leiki fyrir Anderlecht og er þá fastamaður í belgíska landsliðshópnum.

Hann á 10 A-landsleiki fyrir Belgíu, þar af tvo á Evrópumótinu í Þýskalandi.

Sporting náði samkomulagi við Anderlecht um kaup á Debast í síðasta mánuði en félagið greiðir um 18 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Debast var einnig orðaður við Napoli og West Ham en Meistaradeildin heillaði varnarmanninn sem er nú mættur til Sporting.


Athugasemdir
banner