Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
   fös 05. júlí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Coutinho á heimleið
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho er að ganga frá samningaviðræðum við uppeldisfélag sitt, Vasco Da Gama, sem leikur í efstu deild í Brasilíu.

Coutinho, sem er á mála hjá Aston Villa á Englandi, eyddi bestu árum ferilsins hjá Liverpool, en hann lék einnig fyrir Inter, Espanyol, Bayern München og nú síðast á láni hjá Al Duhail í Katar.

Ferill kappans hefur ekki verið sá sami síðan hann yfirgaf Liverpool fyrir Barcelona árið 2018. Hann náði aldrei sömu hæðum, en tók eitt gott tímabil með Aston Villa undir stjórn Steven Gerrard, þá á láni frá Barcelona.

Villa keypti hann eftir það tímabil en honum tókst ekki að halda áfram á sömu braut.

Á síðustu leiktíð ákvað Villa að lána hann til Al Duhail í Katar þar sem hann gerði átta mörk í öllum keppnum.

Coutinho reyndi að fá sig lausan undan samningi hjá Aston Villa en það náðist ekki samkomulag um það. Í staðinn verður hann lánaður til Vasco Da Gama út árið. Brasilíumaðurinn er samningsbundinn Aston Villa til 2026.
Athugasemdir
banner
banner